Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Já við ætlum að hjóla uppá Vaðlaheiði og athuga hvað það fer mikið af batterí og fara yfir hvernig við getum lágmarkað það án þess að hjóla með slökkt á batteríinu þó. 

Þetta verður skemmtileg ferð sem hentar öllum á raffjallahjólum þar sem við snúum við og förum sömu leið til baka.
Ef einhverjir vilja nýta ferðina og hjóla eftir heiðinni og koma niður við bíldsárskarðið þá er ekkert því til fyrirstöðu.
Markmið ferðarinnar er að átta sig á rafhlöðuendingu fyrir sumargrill Rafhjólaklúbbsins 1. júlí í Vaglaskógi
Þá þurfum við að komast fram og til baka á einni hleðslu.

Rétt er að taka fram að allir eru velkomnir með í dag, þú þarft ekki að vera í klúbbnum til að hjóla með og auðvitað án endurgjalds.

 

Örfá ráð um batteríssparnað.

 

Hjólaðu í viðeigandi gír. Rafhjólið er jú öflugt og getur ýtt þér áfram á minnsta tannhjólinu að aftan en ef þú ert ekki á 30km hraða þá ættirðu líklegast að vera í léttari gír... oft er gott að miða við að sveifarsnúningshraði á löppunum á að vera 60-80 snúningar á mínútu. Rúmlega einn hringur á sekúndu.

Ekki vera alltaf að stoppa og taka af stað. Eins og á rafbílum fer gríðarleg orka í að leggja af stað, sérstaklega í of þungum gír.

Því harðari sem dekkin eru því betur rúllarðu og því minna eyðir þú af rafhlöðunni. Of hörð dekk eru yfirleitt með verra grip og hjólin hastari svo þetta er ekki win win lausn.

Ekki splæsa í turbo stillinguna þegar þú vilt vera að spara rafmagn, gott er að velja minni stuðning frá hjólinu til að komast lengra.

Ef þú átt fleiri skemmtileg sparnaðarráð endilega settu þau í athugasemd við þennan póst.


Sjáumst við Útisport klukkan 18:00 

 

Nýjast