Barnamenningarhátíð á Akureyri

Viðburðir Menningarhátíðarbarna hafa verið vel sóttir   Myndir akureyri.is
Viðburðir Menningarhátíðarbarna hafa verið vel sóttir Myndir akureyri.is

Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú haldin í sjöunda sinn og hefur vaxið ár frá ári. Hátíðin teygir sig yfir allan aprílmánuð með það að markmiði að hvetja börn og fjölskyldur þeirra til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins sér að kostnaðarlausu.Á dagskrá eru fleiri en 50 viðburðir af ýmsu tagi.

Hátíðið er nú hálfnuð og hefur þátttaka verið með allra besta móti. Hólmfríður Kristín Karlsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, segir afar ánægjulegt að sjá hversu vel viðburðirnir hafa verið sóttir og virðingarvert hvað aðstandendur barnanna er duglegir að mæta og hvetja unga listafólkið til dáða.

Fyrr á árinu úthlutaði bæjarráð Akureyrar 20 styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð en alls eru fleiri en 50 viðburðir á dagskrá að þessu sinni. Þar má nefna sýningar frá leik- og grunnskólum bæjarins í Listasafninu, Ráðhúsinu, Sundlauginni, Glerártorgi og Hofi. Boðið er upp á fjölda listasmiðja, þar á meðal eru Skartgripasmiðja, Bývaxpappírsverkstæði og Langspilssmiðjur. Opnir dagar eru í Braggaparkinu og sögustundir á bókasafninu. Einnig eru á viðburðadagatalinu árlegir viðburðir á borð við Myndlistarverkstæði Gilfélagsins og Hæfileikakeppni Akureyrar.Einn af hápunktum hátíðarinnar er tónleikarnir Sumartónar í Hofi en þar mun Emmsjé Gauti trylla gesti með sínum vinsælustu lögum. Kynning verður í höndum Ungmennaráðs og stelpuhljómsveitin Skandall hitar upp.

Hægt er að sjá alla dagskrána á Barnamenning.is.

Nýjast