Baraflokkurinn á Græna hattinum

Baraflokkurinn á góðri stundu hér árum áður.
Baraflokkurinn á góðri stundu hér árum áður.

Græni hatturinn lýkur annasömum afmælismánuði á glæsilegum tónleikum um helgina. Á morgun, fimmtudagskvöld, er það tónlistarkonan Sóley ásamt dönsku sveitinni My Bubba and Mi sem stígur á svið. Á föstudaginn er það hinn eini sanni Baraflokkur sem heldur uppi stemmningunni en flokkurinn sló svo sannarlega í gegn á níunda áratugnum. Þeir komu saman fyrir tveimur árum síðan og áttu stórleik bæði á Græna hattinum og í Hofi. Þeim til aðstoðar eru þeir Björgvin Ploder og Ásgeir Sæmundsson. Baraflokkurinn mun einnig spila á tónleikum í Listagilinu á laugardaginn kemur.

Tónleikarnir hefjast kl.22.00. Á laugardagskvöldið þjófstartar Iceland Airwaves hátíðin með tónleikum Kiriyama Family og Mammút. Hljómsveitirnar hafa átt miklum vinsældum að fagna og lag Kiriyama Family "Weekends" verið eitt vinsælast lag sumarsins.Tónleikarnir hefjast að lokinni flugeldasýningu og frítt er inn í boði Iceland Airwaves.

Nýjast