Bæjarbúar hvattir til að hreinsa til í bænum eftir veturinn

Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með bros á vör. Akureyrarbær mun í ár ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum líkt og undanfarin ár en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 4.-11. maí.  

Gámarnir verða á eftirtöldum stöðum: Við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Aðalstræti sunnan Duggufjöru, Bugðusíðu við leiksvæði og við Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Einnig er tekið við garðaúrgangi á gámasvæði við Réttarhvamm. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl í hesthúsahverfum bæjarins frá 12.-25. maí. Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni, segir á vef Akureyrarbæjar.

Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm

Yfir vetrartímann (16. ágúst til 15. maí):

Mánudaga til föstudaga kl. 16.00-18.30.

Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00.

Opið á sumrin (16. maí til 15. ágúst):

Mánudaga til föstudaga kl. 16.00-20.30.

Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00

Nýjast