Ársfundur SSNE Skorar á stjórnvöld að tryggja nægt fé til löggæslu

Lögreglustöðin á Akureyri Mynd gn
Lögreglustöðin á Akureyri Mynd gn

„Lögreglan á Norðurlandi þarf að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er ef upp koma alvarlegri mál í því skyni að geta sinnt hlutverki sínu og tryggt öryggi borgaranna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit nýverið.  Skorað var á stjórnvöld að tryggja nú þegar nauðsynleg fjárframlög til málaflokksins.

Fundurinn lýsti yfir áhyggjum sínum af þeirri staðreynd að embætti  Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi ekki verið tryggðar þær fjárveitingar sem þörf er á til reksturs embættisins.

„Löggæsla er grunnþjónusta sem nauðsynlegt er að tryggja um allt land til að tryggja öryggi íbúa og gesta landshlutans. Verkefnum embættisins hefur fjölgað mikið á síðustu árum, einkum hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum. Löggæslan hefur þurft að bregðast við breyttu umhverfi; íbúafjöldi hefur aukist, umferð ferðamanna einnig. Afbrot eru alvarlegri, lögregla þarf að vopnast meira en áður og lögreglumenn verða oftar fyrir ofbeldi við störf sín.“

 

 

Nýjast