Aron Einar heim í heiðardalinn

Frá undirritun í Hamri í dag.  Myndir  Þórir Tryggvason
Frá undirritun í Hamri í dag. Myndir Þórir Tryggvason

 

Það var mikil gleði í Hamri félagsheimili Þórsara í dag  þegar  Knattspyrnudeild  Þórs  kynnti Aron Einar  Gunnarsson sem leikmann  félagsins næstu tvö ár. Þetta hafði legið í loftinu um nokkurt skeið en  samnngur er aldrei í höfn fyrr en hann er undirritaður  og þvi rík ástæða til þess að afgna  vel í dag þegar áfanganum var náð

Aron Einar sem er  fæddur Þórsari snýr  þvi aftur heim í heiðardalinn og er rík ástæða til þess að óska Þórsurum til hamingju með daginn!  Aron hefur leikið sem atvinnumaður í fótbolta víða um heim í við góðan orðstír.  Hann á að baki 103 A landsleikii fyrir Ísland og var fyrirliði draumaliðsins  okkar sem lék í lokakeppni  EM og HM.

Fram kom í dag að  Þórsarar reikna með að lána Aron Einar til liðs erlendis í vetur en hann ætti engu að síður að ná nokkrum leikjum með Þór nú síðsumars  og í haust.  Sá fyrsti verður liklega gegn  Njarðvik í næstu viku hér á VÍS-vellinum heimavelli Þórs.  Það kæmi ekki á óvart  þó aðsóknarmetið á VÍS vellinum yrði slegið þann dag.

Aron mun án efa koma með kraft sinn og hugarfar að ,,borðinu” og verður fróðlegt að sjá hvort  honum takist ekki að vekja samherja sína en gengi liðsins  hefur ekki verið eins og búist var við.  Liðið á þó enn möguleika á þvi að ná því markmiði að leika í efstu deild næsta sumar og væri galið að afskrifa þann möguleika, séstaklega eftir tíðindi s.l. daga.   

Það gekk nefnilega annar  fæddur Þórsari  til lið við félagið sitt  í þessari viku  þegar Aron Kristó­fer Lárusson skrifaði undir samning við félagið.  Aron er 25 ára og leik­ur oftast sem vinstri bakvörður,  hann hef­ur leikið með KR und­an­far­in tvö og hálft ár og spilað 35 leiki fyr­ir fé­lagið í efstu deild  

 

Þórir Tryggvason gaukaði myndum að vefnum, þær sýna okkur Aron Einar fyrr  og nú.

Nýjast