Arnar Birkir sigraði tvöfalt

Arnar Birkir Dansson á fleygiferð í stórsvigi. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson.
Arnar Birkir Dansson á fleygiferð í stórsvigi. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson.

Arnar Birkir Dansson frá Skíðafélagi Akureyrar vann tvö gull á Bikarmóti Skíðasambands Íslands í flokkum 14-15 ára sem haldið var í Hlíðarfjalli sl. helgi. Keppendur komu frá sjö félögum úr öllum landshlutum. Á fyrri keppnisdegi var keppt í stórsvigi og þar sigraði Arnar Birkir í flokki drengja en María Eva Eyjólfsdóttir hjá SKRR í flokki stúlkna. Á seinni keppnisdeginum var keppt í svigi og þar sigruðu þau Arna Birkir og María Eva einnig.

Þetta var annað bikarmótið í vetur af fjórum sem haldin eru í aldursflokknum. Næsta mót fer fram á Dalvík, helgina 2.-3. mars en það síðasta í röðinni er Unglingameistaramót SKÍ sem haldið verður í Oddskarði helgina 22.-24. mars. Að því móti loknu verða stigahæstu keppendurnir krýndir bikarmeistarar.

Nýjast