Appelsínugul viðvörun.

Það mun ekki blása byrlega fyrir dýr og menn næstu daga.         Mynd Vedur.is
Það mun ekki blása byrlega fyrir dýr og menn næstu daga. Mynd Vedur.is

Súlur Bjögunarsveit á Akureyri póstar í dag á Facebooksíðu sveitarinnar veðurviðvörun vegna skítaveðurs sem vænta má út komandi viku.

Það er full ástæða til þess að birta þessi varnaðarorð og þau koma hér:

 Appelsínugul veðurviðvörun! 📣

Ljóst er að komandi vika verður ekki spennandi veðurlega séð. Von er á hvassri norðaustan átt með mikilli úrkomu og lágu hitastigi inn á landið á morgunn, mánudag, og mun vara allt fram til föstudags.
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi eystra á morgunn, mánudag, og gular inn í vikuna. Við hvetjum alla til þess að fylgjast vel með veðrinu, en ljóst er að Vegagerðin mun grípa til einhverra lokana á þessu tímabili.

Á síðu Veðurstofunnar kemur meðal annars fram að ferðalög geta verið varasöm, sérstaklega á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Talsverð úrkoma fylgir þessu veðri og hætta er á að snjór geti sest á vegi, einkum fallvegum, með erfiðum akstursskilyrðum. Mikilvægt er að huga að þvi að koma búfénaði í skjól. Jafnframt hvetjum við alla til þess að huga að lausamunum, eins og til dæmis trampólín, og festa þá vel niður.
Við hvetjum allt útivistarfólk til þess að fara vel yfir áætlanir sínar og veðurspár. Mikill kuldi mun fylgja þessu veðri með tilheyrandi vosbúð.

Nýjast