Andri Birgisson ráðinn deildarstjóri frístundar og félagsmiðstöðvar

Andri Birgisson. Mynd af vef Norðurþings.
Andri Birgisson. Mynd af vef Norðurþings.

Ráðningu í starf deildarstjóra frístundar og félagsmiðstöðvar á Húsavík er nú lokið og hefur Andri Birgisson verið ráðinn í starfið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Norðurþings.

Andri útskrifaðist með BS gráðu í ferðamálafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og starfaði m.a. sem umsjónarmaður hjá frístundaheimilinu Frostaskjól í 6 ár. Einnig hefur hann starfað hjá Húsavíkurstofu og komið að skipulagningu Mærudaga.

,,Andri mun flytja aftur á æskuslóðir og hefja störf um miðjan ágúst. Norðurþing býður Andra velkominn til starfa," segir í tilkynningunni.


Athugasemdir

Nýjast