Akureyri - Nauðsynlegt að fjölga í lögreglunni

Í dag sinna jafn margir lögreglumenn útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980  Mynd gn
Í dag sinna jafn margir lögreglumenn útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980 Mynd gn

„Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna hefur verið bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980, við því sé nauðsynlegt að bregðast og fjölga lögreglumönnum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akureyrar. Rætt var um stöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fundi ráðsins. Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem lagði bókunina fram fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fremur kemur að ekki aðeins hafi málum á borði embættisins fjölgað heldur séu brotin, miðað við upplýsingar frá embættinu alvarlegri en áður og á það m.a. við um ofbeldisbrot,  kynferðisbrot og heimilisofbeldi, auk þess sem ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur aukist. „Bæjarstjórn skorar því á ríkisvaldið að tryggja tafarlausar úrbætur í mönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra.“

Nýjast