Akureyrarvöllur færður um 15 metra

Framkvæmdir hafa staðið yfir á Akureyrarvelli undanfarnar vikur þar sem verið er að gera við drenlögn og færa völlinn sunnar. Þannig færist stúkan nær miðju vallarins. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok vikunnar. Með framkvæmdunum er vonast til þess að hægt verði að leika fyrr á Akureyrarvelli næsta vor en KA mun spila í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í 12 ár næsta sumar. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar er um 4-5 milljónir króna. 

Nýjast