Afar góð kjörsókn - Talning hafin.

Fyrstu kjörkassarnir skiluðu sér á talningarstað síðdegis   Myndir MÞÞ
Fyrstu kjörkassarnir skiluðu sér á talningarstað síðdegis Myndir MÞÞ

,,Kl. 20.00 höfðu 9028 kosið hér á Akureyri eða 60.56% + 2246 utankjörfundaratkvæði sem er þá samtals 76.38% kosningaþátttaka, sem er 13.78% meiri þátttaka en í síðustu forsetakosningum og 9.94% meiri kosningaþátttaka en í síðustu sveitarstjórnarkosningum“ sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar í samtali við vefinn.

Og Helga bætti við ,, Allt hefur gengið vel, það mynduðust raðir eins og oftast áður um miðjan daginn, mjög fáir eftir kl. 18.00 og engar raðir þá.“

Kjörgögn tóku að streyma á talningarstað á Akureyri síðdegis en talið i í húsnæði Háskólans á Akureyri.  Í Grýtubakkahrepp var kjörsókn 84% rétt  og verður það að teljast ansi gott.

Kjörkassinn úr Grýtubakkahrepp skilaði sér með ágætum, þar var 84% kjörsókn

Ekki er ljóst hvenær von er á fyrstu tölum frá Akureyri en ekki er óliklegt að það gæti orðið um kl 23. 

Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði i dag

Nýjast