Aðstæður fyrir hjólreiðafólk á Akureyri hafa snarbatnað

Vilberg Helgason fer flestra sinna leiða á hjóli. Mynd/Ármann Hinrik
Vilberg Helgason fer flestra sinna leiða á hjóli. Mynd/Ármann Hinrik

Innviður og aðstæður til hjólreiða hafa snarbatnað á Akureyri undanfarin ár. Þetta segir Vilberg Helgason samgönguhjólari. Vilberg hefur stundað hjólreiðar af kappi undanfarin ár og hefur verið iðinn við að hrósa bættum aðstæðum hjólreiðafólks í bænum á samfélagsmiðlum síðustu vikur í tengslum við samgönguviku.

Vikudagur ræddi við Vilberg um aðstöðu hjólreiðarfólks í bænum.

„Akureyrarbær hefur gert margt til þess að gera hjólreiðar sýnilegri og fýsilegri kost undanfarin ár. Má þar helst nefna að verið er að taka burtu kantsteina þar sem stígar og götur mætast og gera slétt og fellt sem bæði auðveldar snjómokstur á veturna og bætir gæði hjólreiðafólks mikið,“ segir Vilberg.

Hann bendir á að bærinn hafi verið fyrstur til að setja upp reiðhjólaviðgerðarstand á landinu en standurinn var settur upp í miðbæ Akureyrar fyrir þremur árum sem gefur fólki tækifæri til að lagfæra hjólið og bæta lofti í dekkin. 

Ítarlegra er fjallað um stöðuna á hjólreiðum á Akureyri í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast