3000 fundir og 3 milljónir samfélagsverkefna
Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri afhenti í dag átta styrki, samtals að fjárhæð 3 milljónir króna. Fyrr í vetur var haldinn 3000. fundurinn í stúkunni og voru styrkveitingarnar ákveðnar af því tilefni.
Styrkirnir voru afhentir í Regluheimili Oddfellow við Sjafnarstíg.
Eftirtaldir aðilar hluti styrk:
Krabbameinsfélag Akureyrar
Sjúkrahúsið á Akureyri (Kristnesspítali)
Grófin, geðvernarfélag
Aflið, Pieta samtökin
Dvalarheimilið Grenilundur á Grenivík
Samhyggð
Rauði Krossinn
ABC barnahjálp.
Á þessu ári nema styrkveitingar Sjafnar á sjöttu milljón króna.
Á Akureyri eru starfandi fimm Oddfellowstúkur og er Sjöfn þeirra elst, stofnuð árið 1917. Í síðustu viku styrktu stúkurnar Velferðarsjóð Eyjafjarðar um samtals 4,2 milljónir króna.