Svar við opnu bréfi vegna fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings

Akureyri.
Akureyri.

Í Vikudegi 12. tbl., 26. mars 2020, ritar Einar Brynjólfsson, stutta grein þar sem hann skorar á fyrrverandi og núverandi formann Eyþings að veita ítarlegar upplýsingar um starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings. Í sama tölublað ritar fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings grein þar sem hann greinir frá nokkrum atriðum málsins, eins og þau horfa við honum.

Eins og kunnugt er voru Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameinuð í lok síðasta árs undir heitinu Samband Sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra (SSNE).
 
Af hálfu SSNE er tekið fram að þar sem um málefni fyrrverandi starfsmanns Eyþings er að ræða getur sambandið ekki tjáð sig opinberlega um málið umfram það sem áður hefur komið fram. Hið sama gildir um fyrrum stjórnarmenn Eyþings. Umræddu máli lauk með dómsátt þann 27. janúar sl. Í framhaldi af því var málið kynnt fyrir sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna og afgreitt. Því hefur málinu verið lokað af okkar hálfu og munum við ekki tjá okkur um það frekar.
 

Stjórn SSNE og fyrrum fulltrúar stjórnar Eyþings
 

-Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Akureyri (formaður

-Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings (varaformaður)

-Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi Fjallabyggð

-Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps

-Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyri

-Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps

-Elías Pétursson, fyrrverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar

-Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

-Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyri

-Axel Grettisson, oddviti Hörgársveitar
                                     
-Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Akureyri 

 

 

Nýjast