Börn og koffíndrykkir – skaðsemi (no added sugar)

Ásgeir Ólafsson.
Ásgeir Ólafsson.

Á síðustu árum hefur sala koffíndrykkja aukist verulega.

Salan hefur aukist jafnt og þétt meðan sala á gosdrykkjum hefur farið minnkandi. 

 

Hver er ástæðan fyrir því að neyslan hefur farið svona framúr sér?

 

Í erfiðari úthaldsíþróttum, nefni ég sem dæmi skíðagöngu,  er nú orðið vinsælt að blanda saman kóladrykk og kaffi.   Þá hristir þú allt gosið úr gosdrykknum og drekkur þetta blandað saman. Úr verður orkumikill drykkur.

 

Þessi efnaskipti sem eiga sér þar stað hafa áhrif á miðtaugakerfi okkar.

En ef við drekkum of mikið af koffíní getum við fengið koffín sjokk.

Þá verður okkur óglatt, við getum fundið til svima og fengið höfuðverk.

Einnig getur of mikil koffín neysla haft geðræn áhrif og orsakað kvíða.  

 

Þess vegna eiga börn og konur með barn á brjósti ekki að neyta þessara drykkja.

 

Á einum vinsælasta drykknum sem til sölu er í dag sem inniheldur 105 gr af koffíni í hverri dós, grænt te, fólínsýru, L karnitín, taurin og aðrar sýrur, stendur skýrum stöfum:  “ Skal EKKI seldur til kvenna með barn á brjósti eða til barna”

 

Samt er ekkert mál fyrir barn að kaupa hann. 

Það sem verra er.  

Börn geta keypt eins mikið af þessum drykk og þau kjósa sjálf að gera. Það er ekkert þak á neyslunni.

 

Árið 2006 var gerð úttekt. Upplýsingar um neyslu 9 ára barna og 15 ára unglinga á sykruðum gosdrykkjum sem innihalda koffín voru birtar. 

 

Í þessari úttekt þá neyttu 9 ára gömul börn 93 ml (millilítra) af sykruðum gosdrykkjum með koffíni á dag meðan 15 ára unglingur neytti 260ml á dag.

Þarna var talað um heildarneyslu gosdrykkja sem innihalda koffín.

Koffíndrykkir voru þá ekki seldir eða markaðssettir til barna og unglinga.

 

Til að fá jafn mikið af koffíni úr einum kóladrykk í dag og er í einum koffíndrykk að jafnaði,  þarf að drekka hátt í tíu dósir af kóladrykk gegn einum koffíndrykk.

Það er því 10x meira koffín í þessum drykkjum sem seldir eru til barna og unglinga í dag en í einum kóladrykk.

 

Sem ýtir undir alvarleika þessa máls.

 

Ef barn kýs að drekka þrjá (3) koffíndrykki á dag sem er mjög algengt, þarf það að drekka þrjátíu (30) dósir af kóladrykk til að fá sama koffíninnihald sem því tækist ekki að gera.

Enn verra er að nú skal fullorðinn einstaklingur ekki neyta meira en 400 mg (milligrömm) af koffíni á dag til að vera laus við allar aukaverkanir sem fylgir of mikilli koffín neyslu.  

Í vinsælustu drykkjunum er að finna yfir þriðjung þess hámarks í einum drykk.

Vegna þess að þeir eru framleiddir fyrir fullorðna og fá þannig leyfin sín.

 

Drykkirnir eru ekki framleiddir fyrir börn.

Þeir eru framleiddir fyrir íþróttafólk.

En þeir eru markaðssettir, seldir til og keyptir af börnum og unglingum.

 

Íþróttafólk veit betur en börn og táningar að góð næring og vatnsdrykkja er undirstaða árangurs.

Unglingarnir og börnin kaupa þá vegna þess að þeir finna til áhrifa af þeim.

Þess vegna er þetta svo vinsælt hjá þeim hópi.

Þess vegna er þetta svona alvarlegt.

 

Börn og unglingar með óþroskað taugakerfi eru helstu viðskiptavinirnir.

 

Þetta vita þeir sem drykkina framleiða og selja, en þeim er nokk sama um afleiðingarnar meðan drykkirnir seljast og engin forvörn er gegn þeim.

Þetta er til sölu í öllum skólamötuneytum landsins.

Þetta er til sölu og gefins á íþróttamótum fyrir börn.

Þetta er til sölu í öllum sjoppum þar sem börn og unglingar eru helstu viðskiptavinir.

Í sjoppum sem staðsettar eru nálægt skólum.

 

En hvað með afleiðingar þessa unglinga og barna sem drekka 3 til 4 slíka drykki á dag.

Þessi börn eru komin í hámarks neyslu koffíns fullorðins einstaklings á hverjum degi.  

Með óþroskað taugakerfi.

Þar sem ekki er mælt með meira en 60 mg af koffíni á dag.

Til að losna við aukaverkanir.

 

Þarna neyta þeir nú samt hátt í 400 mg.

Það svipar til þess að fullorðinn einstaklingur myndi neyta 2.400 mg af koffíni á dag sé miðað við 400 mg hámarkið.

Hann færi sex sinnum fram úr daglegri neyslu koffíns.

 

2.400 mg af koffíni eru 30 kaffibollar á dag eða meira.

 

Myndir þú leyfa barninu þínu að drekka koffín sem samsvarar 30 kaffibollum á dag?

Fara þannig sex sinnum framúr daglegri neyslu koffíns?

 

Ef þú ert að hugsa þetta eitthvað , þá þarf barnið þitt einungis 3 til 4 dósir af þessum drykkjum á dag til að komast þangað.

Ef barnið þitt neytir aðeins helming þess er það samt að fara þrisvar sinnum (3x) fram úr daglegri neyslu koffíns.

 

Stjórnvöld gera ekkert. En að er gild ástæða fyrir því sem ég kem inn á hér í lok pistilsins.

Þar er því miður ekki hægt að treysta á frumkvæði af hálfu heilbrigðiseftirlitsins.

Þeir sjá ekkert alvarlegt við þetta og þar er ekkert eftirlit með þessum efnum.

Enginn starfshópur.

Ekkert starf.

Ef það er starf þar innan, þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína.

Ég skynja áhugaleysi á þessari bráðnauðsynlegu umræðu.

 

Þetta er ekki séríslenskt vandamál.

Heilbrigðiskerfi allra landa þurfa að grípa þarna inn.  

Og sum gera það.

Foreldrar allra barna þurfa að grípa þarna inn.

Sérstaklega þegar ekki er hægt að treysta á kerfið.

 

Þegar skoðað er innihald vinsælustu  íþróttadrykkjanna þá kemur ekki á óvart að koffín, grænt te og taurin eru algeng efni. Þetta eru allt örvandi efni.  

Sem bera aukaverkanir.  

Sykuralkóhól í vörunni sér svo um að skemmta bragðlaukunum. Sem dæmi um slíkt má nefna sorbitol, maltitol og xylitol.

 

Sumt sykuralkóhól inniheldur FÆRRI hitaeiningar en venjulegur sykur hefur og hefur ekki JAFN MIKIL áhrif á blóðsykur og venjulegur sykur gerir.

En hann inniheldur hitaeiningar og hann hefur áhrif á blóðsykur.

En fyrir viðkiptavininum, er sykuralkóhól hollari vara og hann getur neytt meira af honum.

“No sugar added”

Eða hvað?

 

Sykuralkóhól er ekkert hollari en annar sykur. Það er eitthvað sem við þurfum að átta okkur á strax.

Það er “hollara” en hvítur sykur í mörgum tilfellum af því að alkóhólið inniheldur oft helminginn af hitaeiningunum sem hvítur sykur gerir.   

Ef þú ert að telja hitaeiningar þá er hann hitaeiningalægri.

En,  þú þarft ekki svona mikinn sykur.

 

Í hverju grammi af hvítum sykri er 4 hitaeiningar, en í hverju grammi af sykuralkóhóli getur verið allt að 2.5 hitaeingar.

Það má segja að það muni helming.

 

Ef þú ætlar að spara þér hitaeiningar með að drekka meira af sykuralkóhóleruðum drykkjum,  þá ertu ekki að gera það ef þú drekkur helmingi meira en þú myndir gera af venjulegum gosdrykk.

Þú ert  á sama stað.

Aftur, þú þarft ekki svona mikinn sykur.

 

Af hverju þurfum við allan þennan sykur?

 

Aftur að börnunum.

Ef ég fullorðinn einstaklingur,  fæ mér einn gosdrykk sem inniheldur meira en 10 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum sem flestir þeirra gera, þá finn ég hjarta mitt slá örar.

Vegna sykursins.

Til hvaða áhrifa finnur þá barnið mitt af sama drykk?

 

Þá að koffín drykkjunum.

Af hverju verð ég svona ör af drykk þar sem engan hvítan sykur er að finna.

“No sugar added”

Hvað er í þessum drykkjum sem gerir það að verkum að miðtaugakerfi mitt fer úr skorðum?

Koffín.

Til hvaða áhrifa finnur þá barnið mitt af sama drykk?

 

Ég stóð dágóða stund fyrir framan rekka í Hagkaupum fyrir nokkrum dögum og fylgdist með því hverjir versluðu þessa drykki.

Var það fullorðið fólk?  Voru það ömmur og afar?  Var það ungt fólk?

 

Það var sláandi að sjá eftir að hafa staðið og fylgst með í  þrjú korter eða svo að yfir 90% þeirra sem versluðu þessa drykki voru táningar.  

Strákar mun meira en stelpur. 

Börn undir lögaldri.   Þá meina ég yngri en 15 ára.

Flestir ef ekki allir voru undir 18 ára.

Skólakrakkar.

 

Af hverju er þetta svona vinsælt hjá þessum hópi?

 

Þegar barn undir lögaldri, ekki með fullþroskað taugakerfi,  drekkur of mikið af koffíni sem dæmi, þá getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Barninu getur farið að svima, það fengið höfuðverk og jafnvel kvíða.

 

Skynjar þú alvarleikann?

 

Samt sem áður, þrátt fyrir allar rannsóknirnar þá hefur Ísland ekki sett lög gegn

of mikilli koffínskömmtun í vörum sem fluttar eru til landsins eða framleiddar hér.

Sykur er ekki talinn ávanabindandi. Allir mega kaupa eins mikið og þeim lystir.  Koffín er ekki talið ávanabindandi.  Allir mega kaupa eins mikið og þeim lystir.

Jú,  jú, það er forvörn gegn sykri.

Hagkaup er að reyna með því að mæla með ákveðnum grömmum  af sykri fyrir börn með tilkynningu á nammibarnum.

En ef þessar tilkynningar væru nú í sjónhæð fyrir börnin en ekki komið fyrir efst á veggnum þar sem þau sjá ekki.

 

Stjórnvöld hugsa of mikið um fyrirtækin í landinu (corporate thinking) og afleiðingar sem þau kunna að hljóta skaða af,  ef eitthvað er aðhafst. 

Það er ekkert hugsað um neytendur.

Hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir okkur.

 

Hér á Íslandi má hafa allt að 115 mg í koffíni í hverjum drykk sem er meira en líkami barns ræður við.

Helmingi meira en dagsskammtur.  

Drykkrnir eru seldir þeim.  Þeir eru markaðssettir þeim.

Markhópurinn eru börn og unglingar.

 

Hvað ef stjórnvöld myndu nú bregðast við þessum skrifum og þeir settu lög á hámark koffíns í  vörum seldar eða framleiddar á landinu. 

Minnka það um helming eða meira.

Niður í 50 mg á skammt hið minnsta svo engin skaðsemi hlýst af fyrir börnin okkar.

En hvað gerist þá?

Það hefur þau áhrif að barnið, markhópurinn,  finnur ekki til áhrifa lengur og hættir að kaupa vöruna.

Fyrirtæki tapa peningum. (corporate thinking)

Ríkið fær minna í sinn hatt.

 

Það er alger tímaskekkja að leyfa þetta. Það mætti halda að við lifum á einhverri allt annarri öld en þeirri þar sem flest öll svör er að finna á netinu og hægt er að lesa sig til um allt.

En þó við getum flett upp skaðsemi á netinu, lesið okkur til um hana, þá ætti það ekki að fría stjórnvöld um að sinna vinnunni sinni.

 

Það er neikvæð keðjuverkun fyrir þjóð sem rekin er á  hugsun fjárhagslegs gróða í stað líkamlegs ávinnings fyrir fólkið sem í landinu býr.

Fyrir börnin okkar.

Krónur og þúsundkallar í stað heilsu og heilbrigðis.

 

Barn má ekki kaupa sér bjór, en barn má fara að vild með koffín á Íslandi.

Ef ég væri barn í dag og væri að sækjast eftir líkamlegum áhrifum, þá myndi ég kaupa mér koffíndrykk.

Og það mikið af honum.

Af því ég get og má það.  

Drykk sem getur innihaldið 115 mg af koffíni og kemur mér á þann stað að ég verð ör og skemmtilegur og þori loksins að tala við stelpur.

Ég finn til áhrifa.

Og þetta get ég keypt í mötuneytum og sjoppum skólans.

Drukkið að vild.

Djammað í skólanum.

Farið úr eigin líkama.

Verið einhver annar.

 

En,  ég sem barn geri mér enga grein fyrir alvarleika málsins.

Ríkið er ekki að hjálpa mér, ekki eins og það gerir fyrir mömmu og pabba með áfengið sem setur 20 ára bann.

 

Hér á landi þarf engin takmörk í þessu frekar en einhverju öðru.

Íslenska ríkinu þykir greinilega íslensk börn vera sterkari en sem dæmi norsk þar sem lög eru gegn þessu.

 

Ef innkoma í ríkissjóð er góð, þá gæti þeim ekki verið meira sama.

Það virðist vera sorgleg staðreynd með svo margt í þessu landi.

Einhver þarf að meiða sig til að eitthvað sé gert.

Engin forvörn er lengur til staðar eftir að tóbak minnkaði.

 

Það eru aðrir skaðvaldar en tóbak og áfengi.

 

Þetta er alþjóðlegt vandamál sem þarf að tækla.

 

Hér er rannsökuð staðreynd í þessu máli.

Það sem gerist hjá ungling eða barni þegar þeir drekka meira en 60 mg af koffíni í einni bunu er að þeir fara úr karakter.

Verða örir.

Þeir finna til áhrifa. Ekki ósvipað og vera drukkinn.

Eins og fyrstu tvö glösin á barnum hjá okkur sem mega drekka alvöru alkóhól.

Við tölum meira og verðum “hressari” fyrir vikið.

 

Ef krakkarnir fá sér svo annan slíkan drykk þá geta þeir fengið koffínsjokk með afleiðingunum sem ég nefndi hér að ofan.

Kvíði er einn þeirra afleiðinga.

Kvíði er geðröskun.

 

Með þessar rannsóknir að baki, með allt það sérfræðiteymi sem við höfum þá spyr ég.

Af hverju er ekkert gert?

Af hverju þurfum við alltaf að komast að þessu sjálf?

 

Krakkar sem kaupa drykk sem hefur þessi áhrif, eru komnir  með vöru sem ræðst á miðtaugakerfið þeirra líkt og alkóhól gerir við fullorðinn einstakling.

Og það sem barn.  

Strax farið að fikta með efni.

 

Börn hafa ekki meiri stjórn á sinni drykkju frekar en við fullorðna fólkið með áfengi.

Fullorðið fólk drekkur sig til áfengisdauða.

Börnin drekka þar til þeir kasta upp, fá svima og höfuðverk og langvarandi kvíðaeinkenni.

Með koffíndrykk við hönd í þessu tilfelli.

Á þessu tvennu skynja ég engan mun.

 

Það eru til lög sem banna það að selja áfengi í verslanir.

Til að hjálpa okkur fullorðna fólkinu að drekka ekki um of og til að við komumst ekki svo auðveldlega í það.

Það er verið að ræða það fyrst núna að setja áfengi í verslanir.

 

Samt eru engin lög í landinu með það að leyfa þessa koffíndrykki til barna. Sem kunna að hafa sömu áhrif og áfengi á fullorðinn einstakling sé þeim neytt í óhófi.

Sem er galið.

 

Til að ljúka þessu.

Ég sá engan yfir 60 ára versla þessa drykki meðan ég stóð þarna og fylgdist með. Þetta voru allt börnin okkar.

Af hverju eru krakkarnir að slást um þessa drykki?

 

Þegar barn sem hefur vanið sig á að hlaupa frá sínum karakter með einhverjum efnum sem ráðast á miðtaugakerfi þess, kemst svo á lögaldur þar sem áfengi er næsta girnd.

Eru þá ekki meiri líkur á að barnið leiti til sopans til að reyna þar sterkark lyf þegar á aldur er komið?

 

Getum við spornað gegn áfengisneyslu með þessum höftum?

 

Alveg rétt.

Þarna erum við komin hringinn í umræðunni.

Það er ríkið sem selur áfengið og hagnast á því.

Það er gott fyrir ríkið að búa til framtíðar drykkjufólk.

Þess vegna munu þeir ekki gera neitt.

Það er ríkið sem er umrætt fyrirtæki (corporate thinking)

 

Ég er ekki sérfræðingur. En ég hef lesið mér mikið til.

Ég gæti allt eins haft rangt fyrir mér. En það er sérfræðinganna að kanna.

En þeir þurfa þá að gera eitthvað.

Vakna.

 

Á meðan ætla ég sem foreldri ekki að bíða og taka áhættu með mín börn.

Þau verða hið minnsta vöruð við þessu.

Við skulum ekki gleyma því að koffín er algengasta ávanabindandi efnið á markaðnum í dag.

Á undan áfengi, á undan öllum hinum efnunum.

Algengasta ávanabindandi EFNIÐ.

Ef það kæmi inn á markað í dag, fengi það ekki leyfi frekar en áfengi.

 

Hugsum þetta aðeins.

 

Góðar stundir

Ásgeir Ólafs

Nýjast