Mannlíf

Akureyrardætur hjóla til góðs - Samhjól til styrktar Hjartavernd Norðurlands og Krabbameinsfélagi Akureyrar n.k laugardag

Allt frá árinu 2018 hafa Akureyrardætur hjólað saman og hvatt aðrar konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til 2018 þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið. 

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.

Lesa meira

KDN styrkir stuðningshóp Alzeimersamtakanna á Akureyri

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir  aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið  styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af  seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.

Lesa meira

Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir til HSN

Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Lesa meira

Jákvæð niðurstaða fyrir félagsfólk Framsýnar

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð - Aldrei fleiri sjálfboðaliðar

Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Guðrún Hadda Bjarnadóttir

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Vorið er ekki komið á dagskrá ennþá

Kuldi, snjókoma, ófærð,  gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma.   Þetta er  nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands  s.l daga.

 

Lesa meira

Umsóknum um aðstoð hefur fjölgað jafnt og þétt

„Það hefur verið stöðug aukning og fleiri umsóknir borist til okkar á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.  Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð standa að sjóðnum.

Lesa meira

Vindar menningar og gleði á Húsavík

Tónleikahátíðin HnoðRi á Húsavík er komin til að vera

Lesa meira