Mannlíf

Ingvar Þóroddsson stefnir á 1. sæti hjá Viðreisn

Ingvar Þóroddsson tilkynnti um helgina að hann stefni á forystusæti fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Hann sé vel til þess fallinn að tryggja flokknum þingsæti í kjördæminu og tala máli kjósenda í landshlutanum.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi

„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Lesa meira

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar

Listinn var samþykktur í heild sinni á lokin á viðburðaríku tvöföldu kjördæmisþingi Sjálfstæðisfólks í Mývatnssveit í dag.

Lesa meira

Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla

Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum

Lesa meira

Vinnu við nýjar kirkjutröppur lýkur senn

Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.

Lesa meira

Öruggara Norðurland eystra

Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.

Lesa meira

Hvernig velja framboðin á lista í Norðausturkjördæmi?

Flest framboðin í Norðausturkjördæmi munu stilla upp á lista sína. Undantekningin er Sjálfstæðisflokkurinn sem velur fimm efstu á kjördæmisþingi og Píratar sem halda prófkjör. Vinsælt er að koma saman í Mývatnssveit til að velja listana.

Lesa meira

Stuðmenn og Gærurnar í Samkomuhúsinu á Húsavík

Píramus & Þispa frumsýnir söngleikinn Með allt á hreinu

Lesa meira

Jens Garðar Helgason býður sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.

Lesa meira