Mannlíf

Grenivíkurgleði 2024!

Grenivíkurgleðin árlega er viku fyrr á ferðinni en áður og verður haldin nú um helgina, 9. - 10. ágúst.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um nám í einstaka námsleiðum til 15. ágúst

Einstaka deildir háskólans hafa tekið ákvörðun um að opna fyrir umsóknir nýnema á seinna umsóknartímabili. Tekið er við umsóknum í einstaka námsleiðir frá 8. ágúst til og með 15. ágúst. Eindagi skrásetningargjalda er 20. ágúst.

 Hér getur þú nálgast yfirlit yfir þær námsleiðir sem opið er fyrir umsóknir í:

 Grunnnám

  • Nútímafræði (BA).
  • Fjölmiðlafræði (BA).
  • Lögreglu- og löggæslufræði (BA).

Framhaldsnám

  • Starfstengd leiðsögn (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Forysta í lærdómssamfélagi (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).
  • Upplýsingatækni í námi og kennslu (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).

 Tekið skal fram að umsóknarfrestur rann almennt út 5. júní og verður ekki tekið við umsóknum í aðrar námsleiðir en ofantaldar.

 

Lesa meira

Kvikmyndir í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Jonathan Rescigno sýnir kvikmynd sína Strike or Die/Grève ou Crève í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, 10. ágúst klukkan 17:00

Lesa meira

Herslumun vantar til að fá gott berjaár

„Það vantar sól, og  þá verða berin tilbúin, veistu það gæti orðið glettilega mikið af þeim í ár “ segir berjatínslukona sem hefur þegar farið um í nágrenni Akureyrar til að horfa eftir berjum.

Lesa meira

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Lesa meira

Matvælaráðherra opnar vef um líforkuver á Dysnesi í Eyjafirði

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra opnaði í dag í Hofi á Akureyri vefinn Líforka.is. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem var stofnað til að koma á fót líforkuveri á Dysnesi í Eyjafirði þar sem hægt verði að taka við dýraleifum til vinnslu.

Lesa meira

Mömmur og möffins aldrei gengið betur

Gríðarlega góð sala var  hjá snillingunum sem standa að átakinu Mömmur og möffins s.l laugardag.  Svo góð að sölumet var sett en eins og kunnugt er  rennur fjárhæðin sem inn kemur óskipt til Fæðingardeildar SAk. 

Allir sem að þessu framtaki standa gera það sem sjálfboðaliðar.

Lesa meira

Ein með öllu í gegnum linsur Hilmars Friðjónssonar

Einni með öllu lauk í gærkvöldi með glæsilegum Sparitónleikum og  flugeldasýningu.  Óhætt er að fullyrða að mjög mikil þátttaka var meðal bæjarbúa og gesta og liklega hafa ekki oft verið jafnmargir samankomnir á  tónleikasvæðinu og í gærkvöldi.   

Allt fór  vel fram sem er svo sannarlega ánægjulegt.

Lesa meira

Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur vertical Gyðjuna (100km)

Metþátttaka var í fjallahlaupinu 66°Norður Súlum Vertical sem var haldið á Akureyri í dag. Um 520 manns voru skráðir í fjögur hlaup:  Gyðjuna (100 km), Tröllið (43 km), Súlur (28) km, Fálkinn (19 km), og upphækkanirnar 3580 m, 1870 m, 1410 m og 530 m. 

Lesa meira

Birkir Blær með tónleika á LYST í kvöld

Það eru alltaf tíðindi þegar Birkir Blær heldur tónleika í heimabænum og það vill svo vel til að í kvöld verður hann á LYST  og  hefjast tónleikarnir kl 21.00.  Vefurinn truflaði Birki við undirbúning fyrir tónleikanna og spurði við hverju væri að búast  á LYST í kvöld?

  

Lesa meira