VMA sýnir Bugsy Malone í Hofi
04. febrúar, 2019 - 11:53
Mannlíf
Hátt í 80 krakkar úr Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt leikstjóra og aðstoðarleikstjóra, voru við æfingar í Menningarhúsinu Hofi nýverið til að leggja lokahönd á söngleikinn Bugsy Malone sem frumsýndur verður 8. febrúar næstkomandi. Leikstjóri söngleiksins er Gunnar Björn Guðmundsson og aðstoðarleikstjóri Jokka G. Birnudóttir. Um tónlistina sér Haukur Sindri Karlsson. Með hlutverk Bugsý fer Bergvin Þór Bernharðsson.
Nýjast
-
Dalvíkurbyggð og Rauði krossinn á Eyjafjarðarsvæðinu gera með sér samning um söfnun, flokkun og sölu á textíl
- 22.04
Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. Dalvíkurbyggð hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Á dögunum var formlega gengið frá samningi við Rauða krossinn. -
Hagsmunir bráðveikra í húfi
- 22.04
Bæjarráð Akureyrar telur afar brýnt að tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri nái fram að ganga. -
Togarajaxlar stefna aftur í ,,siglingu“
- 22.04
Þeir eru vart búnir að taka upp úr ferðatöskum sínum og alls ekki farnir að snerta ,,tollinn“ þegar þeir eru farnir að leggja drög að næstu ferð! -
Mér leiðist aldrei
- 22.04
Nú þegar Andrésar andar vikan er hafin er hreint ekki úr vegi að birta hér viðtal sem Ragnar Hólm tók við Hermann Sigtryggsson fyrrum íþróttafulltrúa og móttökustjóra Akureyrar fyrir vef Akureyrarbæjar undir liðnum Akureyringur vikunnar. Hermann sem er einn að upphafsmönnum Andrésar leikanna, er 94 ára gamall en fylgist afar vel með öllu sem fram og er virkur -
Opið hús í Laugaskóla sumardaginn fyrsta
- 22.04
Framhaldsskólinn á Laugum verður með opið hús á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, frá kl. 13-16. -
Andrésar andar leikarnir 2025
- 21.04
49. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar (SKA) í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2025 -
Linda Berkley Untethered – Óbundið
- 21.04
Sýning Lindu Berkley gestalistamanns Gilfélagsins í apríl mánuði opnar í Deiglunni laugardaginn 26. apríl kl. 14.00 Linda Berkley er frá Norðvestur strönd Kyrrnahafsins.Sýning hennar er opin dagana 26.–27. apríl 2025 frá kl. 14:00–17:00. Skyggnusýning á „Rozome“ og „Katazome“ japönsku resist litunaraðferðinni verður laugardaginn 26. apríl 2025 kl.15.00. Aðgangur er ókeypis. -
Ekki löglegt að mismuna fólki eftir tæknikunnáttu
- 21.04
„Ástæðan fyrir þessari bókun er að fullorðið fólk, sem ekki er með snjallsíma eða tölvu, hefur sagt frá því að það treystir sér ekki lengur til að fara í miðbæinn. Það leggur ekki í að fara í þá fáu og flóknu gjaldtökustaura sem eru í bænum og hafa jafnvel enga til að skrá bílastæði fyrir sig í Akureyrarappinu, sem er hægt að gera heima í tölvu. Það er mjög bagalegt ef fólk kemst ekki til sýslumanns, í Tryggingastofnun, í banka eða á aðra þá staði, sem eru eingöngu opnir á gjaldtökutíma.,“ segir Hallgrímur Gíslason fulltrúi í öldungaráði á Akureyri. -
Karlakórinn Hreimur fagnar 50 árum
- 20.04
„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu