Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Rósu Jónsdóttur sem er tæplega þrítug ævintýrakona frá Dalvík og hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár. Hún er nú flutt til Noregs þar sem hún tók nýverið við yfirþjónastöðu á endurreistum veitingastað við Ringnes Gård sem hin sögufræga Ringnes fjölskylda var að enduropna ásamt hóteli sem þar stendur skammt frá Íslendingahúsinu í Norefjell. Vikudagur sló á þráðinn til Rósu og fékk að vita allt um hvernig hún endaði á afskekktu sveitahóteli í austurhluta Noregs.

-Alls eru 41 einstaklingur heimilislaus á Akureyri samkvæmt úttekt bæjaryfirvalda. Þar af eru 32 karlar og 9 konur. Þrettán af þessum einstaklingum eru í langtímabúsetuúrræði en 28 á götunni.

-Minja­stofn­un hef­ur út­hlutað 2,5 millj­ón­um króna til viðgerða á Ak­ur­eyr­ar­kirkju en setja þarf nýja stein­ingu á suður- og aust­ur­hlið henn­ar eft­ir skemmd­ar­verk sem unn­in voru á kirkjunni að næt­ur­lagi 4. janú­ar í fyrra. Kostnaðaráætlun við endurbæturnar eru tæplega 13 milljónir.

-Jenný Lára Arnórsdóttir er leikstjóri, leikari og framleiðandi mun stýra sumarhátíðum Akureyrarbæjar í sumar. Hún hefur starfað sem leikstjóri bæði hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum sem og áhugaleikhópum. Vikudagur fékk Jenný Láru í nærmynd.

-KA fer í umspil um sæti í úrvalsdeild karla í handbolta síðar í mánuðinum en þar mæta norðanmenn annaðhvort HK eða Þrótti og verður KA með heimaleikjaréttinn í þeirri rimmu. Það gæti vegið þungt þar sem mikil stemmning hefur verið heimaleikjum KA í vetur og þeir vel studdir af stuðningsmönnum. KA hafnaði í öðru sæti í deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir Akureyri en liðið tapaði þremur leikjum af 18 í vetur. Vikudagur ræddi við Stefán Árnason þjálfara KA um gengið í vetur og rýndi í umspilið sem framundan er.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast