Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Erlend Bogason kafara á Akureyri sem undanfarin ár myndað undur og ævintýri sjávarlífsins við Strýturnar í Eyjafirði og rekur þar jafnframt köfunarfyrirtæki. Erlendur segir heim hafsins vera sitt líf og yndi og það sé andlega nærandi að vera einn með sjálfum sér neðansjávar. Vikudagur ræddi við Erlend og forvitnaðist um líf atvinnukafarans.

-Í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit leynist afar áhugavert safn sem nefnist Smámunasafnið en þar eru ýmsir gersemar samankomnar á einum stað í einstöku safni Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara. Vikudagur heimsótti Smámunasafnið.

-Linda Lárusdóttir, þroskaþjálfi á Akureyri, hefur undanfarna mánuði kannað grundvöll fyrir því að koma á laggirnar ungbarnaleikskóla í bænum.

-Guðrún Una Jónsdóttir er formaður Stangveiðifélags Akureyrar en þar veiða menn aðallega sjóbleikju og urriða. Hún segir veiðitímabilið skemmtilegasta hluta ársins og finnst fátt betra en að eyðum frítímanum í silungsveiði.

-Líf og fjör var á Miðaldadögum á Gásum um sl. helgi. Hörður Geirsson fangaði stemmninguna í myndum.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast