Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Halldór Jón Sigurðsson, sem jafnan er kallaður Donni og hefur gert frábæra hluti með lið Þór/KA í sumar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en hann tók við þjálfun liðsins sl. haust. Þegar hlé er gert á deildinni vegna EM í Hollandi er Þór/KA taplaust á toppnum með sex stiga forystu. Vikudagur ræddi við Donna um árangurinn í sumar en hann segir gott gengi liðsins ekki koma sér á óvart.
-Athugasemdir hafi borist frá sveitarfélögum í Eyjafirði vegna tillögu Akureyrarbæjar um þrengingu Glerárgötu í fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi bæjarins 2018-2030. Sveitastjórnir Dalvíkurbyggðar, Grýtubakkahrepps. Svalbarðsstrandahrepps, Hörgárbyggðar og Eyjafjarðarsveitar gera Glerárgötu að umtalsefni í athugasemdum.
-Líf og fjör var á Akureyri um sl. helgi og margt um manninn. Tvö stór fótboltamót fóru fram, N1-mótið og Pollamótið, en hátt í 10.000 manns heimsótti bæinn í tengslum við mótin. Þá var á þriðja þúsund manns sem tók þátt í Color Run sem var haldið á Akureyri í fyrsta sinn. Vikudagur fangaði stemmninguna í myndum.
-Kristín Halldórsdóttir mjólkubússtjóri MS á Akureyri er í nærmynd og trommarinn Benedikt Brynleifsson segir frá degi í sínu lífi og starfi.
- Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað fræðslusviði bæjarins að vinna áfram að því að gera hluta af námsgögnum grunnskóla Akureyrarbæjar gjaldfrjálsan og leita allra leiða til að ná sem heildstæðustu og hagstæðustu innkaupum. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir þetta vera mikilvægt skref.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.