Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Daníel Guðjónsson sem stendur á tímamótum en hann hætti sem yfirlögregluþjónn á Akureyri fyrir viku síðan eftir að hafa gegnd stöðunni í 22 ár. Hann hóf störf sem lögreglumaður fyrir tæpum 38 árum og segist hafa fetað þá leið í lífinu fyrir algjöra tilviljun. Daníel kveðst hafa verið farsæll lögreglumaður og segist fara sáttur á eftirlaun. Hann varð afi í fyrsta sinn í fyrra og hyggst einbeita sér meira að afahlutverkinu í náinni framtíð. Vikudagur heimsótti Daníel á lögreglustöðina.
-Lífið snýst um fótbolta á Akureyri um helgina þar sem tvö stór fótboltamót fara fram og er búist við 1500-2000 manns til bæjarins í tengslum við mótin. Annars vegar er um að ræða Pollamót Þórs og Icelandair á Þórsvelli og hins vegar N1-mót KA. Bæði mótin eru nú haldin í 30. sinn. Ítarlega er fjallað um mótin tvö í blaðinu.
- Allt er stopp sem snýr að frekari fjármögnun við gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli og óvíst með framhaldið.
-Útvarpsmaðurinn góðkunni Siggi Gunnars er í nærmynd og listakonan Jonna segir frá degi í sínu lífi og starfi.
-Aukning er á gistinóttum á Akureyri og hótelum á Norðurlandi er helmings aukning yfir vetrartímann.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.