Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 20. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-Nokkrir galvaskir foreldrar í Glerárhverfi tóku sig saman í vor og smíðuðu svokallaðan battavöll í hverfinu fyrir krakkana en battavöllur er fótboltavöllur með trégirðingum allt í kring. Girðingin er gerð úr vörubrettum og var lítill sem enginn kostnaður sem fólst í þessu verkefni.
- Stærsti útskriftarárgangur Háskólans á Akureyri frá upphafi brautskráðist frá skólanum sl. helgi. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem Háskólinn á Akureyri brautskráir kandídata með BA í lögreglu og löggæslufræðum.
-Menntaskólanum á Akureyri var slitið þann 17. júní í 139. sinn og voru 330 stúdentar brautskráðir. Um tímamóta útskrift var að ræða þar sem þetta var í fyrsta sinn sem tveir árgangar voru brautskráðir; síðasti fjórði bekkurinn og fyrsti þriðji bekkurinn.
- Hátíðardagskrá var á Akureyri á 17. júní en þrátt fyrir frekar blautt og kalt veður hluta til af deginum lét fólk það ekki stoppa sig í að halda upp á Þjóðhátíðardaginn. Þjóðhátíðarstemmningin er í myndum í blaði vikunnar.
- Pálmi Óskarsson er forstöðulæknir bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur einnig verið að ryðja sér til rúms sem söngvari. Vikudagur fékk Pálma í nærmynd.
- „Kvöldmatartíminn getur verið besta stund dagsins. Það sem að mér finnst best við hann er samveran, þetta er sá tími sem að líklegast er að öll fjölskyldan hittist,“ segir Halla Björg Davíðsdóttir sem sér um matarhornið þessa vikuna.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.