20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 6. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
- Þorsteinn Pétursson, best þekktur sem Steini Pje og er einn af upphafsmönnum Hollvina Húna, hefur viðrað þá hugmynd að friða stað á hafi úti í Eyjafirði þar sem ösku af látnu fólki yrði dreift. Forsaga málsins er sú að nýverið var athöfn um borð í Húna II þar sem ösku af Austurríkismanni var dreift um Eyjafjörð.
-Margrét Blöndal er ein ástsælasta fjölmiðlakona landsins og hefur komið víða við á löngum ferli. Hún hóf ferilinn í gamla reykhúsinu við Norðurgötu árið 1983 og hefur síðan þá unnið við bæði útvarp og sjónvarp, skrifað í blöð og ýmislegt fleira. Vikudagur fékk Margréti Blöndal í nærmynd.
-Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra áréttar fyrra álit um mikilvægi þess að Akureyrarbær gefi ekki kost á að steypustöð verði reist og rekin á Rangárvöllum og að umsókn um leyfi skipulagsyfirvalda til að reisa og reka steypustöð á lóð 3 og 4 á Rangárvöllum verði hafnað afdráttarlaust. Þetta kemur fram í umsögn heilbrigðisnefndar. Þar segir að steypueiningaverksmiðjur séu skilgreindar sem mengandi starfsemi.
- „Fyrir stóra fjölskyldu er gott að geta eldað fljótlegan og góðan mat þegar tíminn er lítill,“ segir Gígja Ívarsdóttir, grafískur hönnuður, sem er með matarhornið þessa vikuna. Kemur hún m.a. með uppskrift af humarpasta sem er einstaklega gott, fljótlegt og vinsælt hjá unglingunum.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Lækjargötu 4.
-Sjómannadeginum var fagnað víða um land sl. helgi. Á Akureyri var efnt til fjölskylduskemmtunar á Hömrum. Ragnar Hólm Ragnarsson var á svæðinu og fangaði stemmninguna á Hömrum.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.