20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 5. apríl og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:
-Mikil óvissa er í ferðaþjónustu á Norðurlandi í sumar vegna gjaldþrots Wow Air að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Hún óttast að áhrifin verði veruleg.
-Bragi V. Bergmann, limruskáld með meiru, sendi frá sér bókina Limrur fyrir land og þjóð á dögunum. Bragi hefur m.a. starfað sem kennari, ritstjóri, almannatengill, krossgátusmiður og prófarkalesari og var kunnur knattspyrnudómari á árum áður. Um er að ræða aðra limrubók Braga en sú fyrri, Limrur fyrir landann, kom út árið 2009.
-Hulda Elma Eysteinsdóttir varð á dögunum bikarmeistari í blaki með KA en liðið fagnaði titlinum í fyrsta sinn. Hún er uppalinn fyrir austan en féll strax fyrir Akureyri þegar hún flutti hingað fyrir 17 árum. Vikudagur fékk Huldu Elmu í nærmynd.
-Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að ekki standi til að hefja gjaldtöku í strætisvagna. Víst þykir að stækka þurfi leiðarkerfið innan fárra ára, m.a. til að sinna hinu nýja Hagahverfi og þá hefur verið rætt um að láta strætó ganga út á Hamra og jafnvel á flugvöllinn.
-Susanna Hammer tók áskorun Aðalheiðar Guðjónsdóttur og kemur með nokkrar uppskriftir í matarhorn Vikudags þessa vikuna.
-Örlög Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta ráðast um helgina og KA hefur tryggt sætið. Handbolti og meira til á sportsíðum blaðsins.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.