Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 28. mars og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:
-Akureyringar náðu frábærum árangri á Special Olympics sem haldnir voru í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Abu Dhabi og Dubai, dagana 14.-21. mars. Fjórir keppendur voru frá Akureyri á leikunum, þau Arndís Atladóttir, Fannar Logi Jóhannesson, Helena Ósk Hilmarsdóttir og Védís Elva Þorsteinsdóttir. Öll stóðu þau sig vel og sópuðu að sér verðlaunum.
-Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar gagnrýndi harðlega meirihlutann í dagvistunarmálum bæjarins á síðasta bæjarstjórnarfundi og sagði aðgerðarleysi ríkjandi í málaflokknum. Formaður fræðsluráðs fór þá yfir starfsáætlun og stefnu í dagvistunarmálum á fundinum. Dagvistunarmálin voru einna mest áberandi fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar sl. vor.
-Claudia Werdecker flutti til Hríseyjar árið 2016 og tók við rekstri Hríseyjarbúðarinnar. Hún ólst upp á litlum bæ í Þýskalandi og þekkir því vel að búa í litlu samfélagi. Hún segist ánægð með lífið í Hrísey og að starf verslunarstjórans í búðinni sé bæði vinna og áhugamál. Vikudagur sló á þráðinn út í Hrísey og spjallaði við Claudiu um verslunarreksturinn og lífið í Hrísey.
-Akureyrarbær, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á löggæslumyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Markmiðið er að setja upp löggæslumyndavélar á níu stöðum innan Akureyrarbæjar.
-Hólmkell Hreinsson skrifar leikdóm um Gallsteina afa Gissa sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Samkomuhúsinu.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hafnarstræti 98; Hótel Akureyri.
-Aðalheiður Guðjónsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með nokkrar girnilegar uppskriftir.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.