20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 14. mars og að vanda er fjölbreytt efni í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-Nanna Bára Birgisdóttir segir farir sínar ekki sléttar af aðgengi fyrir fólk í hjólastól á Akureyri. Á mörgum stöðum í bænum eru lyftur í ólagi sem hamlar fólki í að komast leiða sinna. Dóttir Nönnu Báru fer allar sínar leiðir í hjólastól og hefur hún í þrígang á stuttum tíma þurft á aðstoð að halda þar sem lyftur hafa bilað.
-Halla Bergþóra Björnsdóttir hefur starfað sem lögreglustjóri á Norðurlandi eystra undanfarin ár en embættið er það næststærsta á landinu. Halla á rætur sínar fyrir norðan og var fyrsta konan til að gegna starfi lögregluþjóns á Húsavík. Vikudagur fékk Höllu Bergþóru í nærmynd.
- Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með þeirri breytingu að lágmarksgreiðslubyrði verði 40.000 kr. í stað 50.000 kr. og að reglurnar taki gildi frá og með 1. apríl nk. Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi gagnrýnir þessa ákvörðun.
-Viktoría Rut Smáradóttir sér um matarhornið þessa vikuna og býður m.a. upp á einfaldan og góðan kjúklingarétt.
-Skjaldmeyjar hafsins nefnist nýtt leikverk sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu í lok mars. Norðlenski leikhópurinn Artik sem stofnaður var árið 2012 stendur að uppsetningunni í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Aðalhlutverkin í Skjaldmeyjum hafsins er í höndum ungra og upprennandi leikkvenna, sem allar hafa menntað sig í leiklist erlendis og munu þær þreyta frumraun sína á leiklistarsviðinu á Akureyri í sýningunni.
-Sportið er á sínum stað þar sem fjallað er um handbolta, körfubolta, íshokkí og fótbolta.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.