Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag en vegna árshátíðarferðar Ásprents er blaðið fyrr á ferðinni þessa vikuna.

-Í blaðinu er m.a. ítarlegt viðtal við Loga Má Einarsson. Óhætt er að segja að lífið hafi tekið stakkaskiptum hjá Loga fyrir um tveimur árum þegar hann varð í senn þingmaður og formaður stjórnmálaflokks á skömmum tíma. Hann segir það hafa vanist fljótt að búa á tveimur stöðum en hann ætli þó ekki að staldra alltof lengi við í þingheiminum. Logi segir gott að komast norður til að hlaða batteríin og slaka á með fjölskyldunni.

- Rithöfundurinn Arnar Már Arngrímsson hefur sent frá sér nýja bók sem nefnist Sölvasaga Daníelssonar. Bókin er sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem kom út árið 2015 og vakti mikla athygli. Arnar segir bókina vera vissa ádeilu.

-Nýi göngu-og hjólastígurinn á milli Hrafnagils og Akureyrar hefur vakið mikla lukku og óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn hjá bæði sveitungum í Eyjafjarðarsveit og Akureyringum. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir stíginn vera frábært framtak sem hafi rækilega sannað sig.

-Ólöf Jara Skagfjörð hefur slegið í gegn sem Sally Bowles í söngleiknum Kabaraett sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Samkomuhúsinu. Ölöf Jara er 29 ára leik-og söngkona og kemur úr Kópavoginum. Vikudagur fékk Ólöfu Jöru í nærmynd.

-Árlegt ball Þroskahjálpar Norðurlands Eystra var haldið í Hlíðarbæ sl. helgi þar sem hátt í 150 félagsmenn og aðstandendur þeirra skemmtu sér.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast