Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Sigfús Ólaf Helgason sem er framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis en félagið fagnar 90 ára afmæli sínu um helgina. Sigfús, eða Fúsi Helga eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið önnum kafinn undanfarið við að undirbúa veisluhöldin. Hann segist njóta sín í botn í starfinu fyrir hestamannafélagið enda hafi hestamennskan verið hans ær og kýr frá unga aldri. Vikudagur heimsótti Sigfús upp í Reiðhöllina og spjallaði við hann um afmælishátíðina, hestamennskuna og draumastarfið.
-Akureyrarbær og félagið Stólalyfta ehf., sem stofnað var um uppsetningu nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli, hafa gengið frá samkomulagi við verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson um greiðslur vegna þeirrar jarðvinnu sem fyrirtækið hefur nú þegar unnið í tengslum við uppsetningu nýju lyftunnar og hverfur G. Hjálmarson þar með frá verkinu.
-Ágúst Þór Árnason skrifar um Kabarett sýninguna sem LA frumsýndi sl. föstudag.
-Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður hefur verið fyrirferðarmikil í listalífinu á Akureyri undanfarin ár og er m.a. meðlimur í listahópnum Rösk. Þá gaf Þóra út bókina 280 kjólar fyrir tveimur árum. Vikudagur fékk Þóru í nærmynd.
-Arnór Bliki Hallmundsson tekur að vanda fyrir Hús vikunnar og í þetta sinn er það Hafnarstræti 49.
-Óvíst er að Vaðlaheiðargöngin opni fyrir áramót.Vinna við malbikun er á eftir áætlun og því má búast við að opnun ganganna frestast um óákveðinn tíma. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiaðrganga segir veðrið geta skipt sköpum.
-Vala Ólöf Jónasdóttir sér um Matarhornið í blaðinu en heillast af ítalskri matargerð og hefur alla tíð sótt mikið í allt ítalskt.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.