Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Konráð Alfreðsson sem er komin af sjómannafjölskyldu og segir hafið ávallt hafa heillað sig. Eftir mörg ár á sjó tók hann við starfi formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar. Hann útilokar ekki að fara aftur á sjóinn enda segir hann erfitt að slíta sig frá sjómennskunni. Konráð gekk í gegnum erfiða tíma í fyrra er hann missti eiginkonu sína en fann ástina á ný og segir lífið brosa við sér. Vikudagur spjallaði við Konráð um sjómennskuna, félagsstörfin, fjölskylduna,lífið og tilveruna.

-Sjaldan eða aldrei hafa fleiri lokið námi í íslensku fyrir útlendinga á mismunandi stigum hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) en í ár. SÍMEY hefur boðið upp á nám í íslensku sem annað tungumál til fjölda ára en fjöldinn sem hefur sótt námskeiðin fer stigvaxandi.

- Söguleg tímamót voru hjá Slökkviliðinu á Akureyri í síðustu viku en þá voru þrjár konur á sömu vakt og þar af leiðandi jafnt kynjahlutfall. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Slökkviliðsins sem þrjár konur eru á einni og sömu vaktinni.

-Til þess að Akureyrarbær geti boðið upp á strætisvagnaferðir til og frá Akureyrarflugvelli þarf að bæta við vagni. Ekki er unnt að bjóða upp á slíkar ferðir við núverandi fjölda strætóa sem eru alls fjórir. Áður en farið verður í að bæta þjónustuna þarf að greina þörfina fyrir strætisvagn út á flugvöll.    

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast