Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ara Fossdal stöðvarstjóra á Akureyrarflugvelli en þar hefur hann starfað í að verða 27 ár. Hann segir fjölbreytnina í starfi hafa haldið sér á flugvellinum í allan þennan tíma. Ari segir mikilvægt að efla flugstöðina ef hún að vera frambærileg fyrir utanlandsflug og segir ennfremur að bæta þurfi samgöngur við flugvöllinn. Vikudagur heimsótti Ara og ræddi við hann um hann sjálfan og málefni flugvallarins sem hefur brunnið á vörum fólks undanfarið.
-Á Akureyri fjölgaði bæjarbúum um 92 á milli ára, eða 0,5% sem er töluvert undir landsmeðaltalinu. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir íbúavöxtinn á Akureyri hafa verið nokkuð línulegan í gegnum áratugina.
-Margrét Sölvadóttir, eða Magga Sölva eins og flestir kannast við hana lét af störfum í Sundlaug Akureyrar á dögunum eftir tæp 32 ár í starfi. Óhætt er að segja að Margrét hafi komið sögu í lífi margra bæjarbúa sem hafa lagt leið sína í Sundlaug Akureyrar í gegnum árin. Margrét segir í samtali við Vikudag að það séu blendnar tilfinningar að hætta.
-Anna Berglind Pálmadóttir bætti sitt persónulega met í götumaraþoni í Lissabon í Portúgal sl. helgi. Í Lissabon-maraþoninu var hún í fyrsta sæti í sínum aldursflokki, 35-39 ára, og í 10. sæti allra kvenna í hlaupinu. Vikudagur fékk hlaupakonuna öflugu í nærmynd.
- Sigrún Magnúsdóttir, gæðastjóri Háskólans á Akureyri, hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. Hún hefur um árabil haft mikla ánægju af eldamennsku. Svo mikill var áhuginn að hún og fjölskyldan stofnuðu bókaforlagið Altungu ehf. sem sérhæfði sig í útgáfu matreiðslubóka.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.