Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Mörthu Hermannsdóttur sem er fyrirliði handboltaliðsins KA/Þórs sem spilar í úrvalsdeildinni á nýjan leik í vetur. Auk þess að æfa nánast daglega rekur Martha tannlæknastofu og er þriggja barna móðir. Því er nóg að gera á stóru heimili. Hún kveðst vera ansi ofvirk og þurfi alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Vikudagur settist niður með Mörthu og spjallaði við hana um handboltann, fjölskylduna, vinnuna og áhugamálin.

-Mikill fjöldi manns lagði leið sína í Hlíðarfjall í sumar og var fjöldi gesta framar björtustu vonum að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns í Hlíðarfjalli. Sumaropnun var í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í ár þar sem stólalyftan var opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst.

- Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar sér um matarkrók vikunnar og kemur með nokkrar úrvalsuppskriftir.

- Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur rekið vaktþjónustu heimilislækna á bráðamóttöku Sjúkrahúss Akureyrar (SAk) undanfarin ár, en þann 24. september nk. verður fyrirkomulagi þjónustunnar breytt. Þá mun opin vaktþjónusta heimilislækna færast frá SAk yfir á heilsugæsluna sem er í Hafnarstræti 99.

-Í íþróttasíðum blaðsins eru handboltanum og fótboltanum gerð góð skil.

-Ekkert verður úr því að ný stólalyfta opni í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, frestast opnunin um eitt ár.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast