Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við athafnamanninn Júlíus Júlíusson, gjarnan kenndur við Fiskidaginn mikla, sem hefur yfirleitt nóg á sinni könnu enda framkvæmdaglaður maður með eindæmum. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla frá upphafi, skrifað handrit og bækur og fengist við andleg málefni svo eitthvað sé nefnt. Júlíus tekur sér sjaldan sumarfríi á sumrin enda háannatími í hans vinnu en á móti notar hann haustdagana til hlaða batteríin. Vikudagur sló á þráðinn yfir til Dalvíkur og spjallaði við Júlíus.
-Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri og varaformaður BKNE, segir Akureyrarbæ hafa brugðist útlenskum börnum sem hingað hafi komið er varðar skólagöngu. Í aðsendri grein sem Helga Dögg skrifar í blaðinu segir hún að erlendir nemendur á Akureyri fái ekki nægilega aðstoð og það sé skortur á fjármagni frá bæjaryfirvöldum til að hlúa að börnunum.
-Einn stærsti leikur í akureyrskri knattspyrnusögu fer fram á Þórsvelli á miðvikudaginn kemur þann 12. september. Þá tekur Þór/KA á móti stórliði Wolfsburg frá Þýskalandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Vikudagur sló á þráðinn til Nóa Björnssonar, einn af forsprökkum Þórs/KA, og spurði hann út í verkefnið framundan.
-Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson náði glæsilegum árangri á einu allra sterkasta utanvegahlaupi heims sl. helgi. Þorbergur Ingi hafnaði í 32. sæti í keppninni en alls hóf 2.581 hlaupari keppni í þessu rúmlega 170 km hlaupi. Vikudagur fékk ofurhlauparann Þorberg í nærmynd.
-Það dregur senn til tíðinda í Íslandsmótinu í fótbolta karla og kvenna og handboltinn byrjar um helgina. Allt það helsta úr sportinu á íþróttasíðum blaðsins.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.