20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 15. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Meðal efnis:
*Stefnt er að því að flugferðir hefjist frá Hollandi til Akureyrar í febrúar á næsta ári. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, sem m.a. hefur það verkefni að efla millilandaflug um Akureyrarflugvöll, segir í samtali við Vikublaðið að ferðaþjónustan hafi haldið góðu sambandi við Voigt Travel síðustu mánuði og þar á bæ er stefnan enn sú sama; að byggja upp aukna umferð beint til Akureyrar til framtíðar. Hjalti segir að í stað hefðbundinna verkefna undanfarna mánuði hafi flugklasinn einbeitt sér að því að halda tengslum úti á mörkuðum og fylgjast með þróun mála þar.
*Starfsfólki leikskólans Grænuvalla á Húsavík hefur verið sagt upp ákvæði í ráðningasamningi sem lítur að greiðslu á 11 yfirvinnutímum vegna sveigjanlegra neysluhléa. Samkvæmt upplýsingum frá Norðurþingi er gert ráð fyrir að aðgerðirnar spari sveitarfélaginu um 24 milljónir á ári. Starfsmenn Leikskólans á Grænuvöllum komu saman til fundar í síðustu viku til að bregðast við ákvörðun Norðurþings
*Vernharð Þorleifsson garðinn frægan sem einn helsti júdókappi okkar Íslendinga en þurfti að hætta um þrítugt vegna slitgigtar. Vernharð vakti einnig talsverða athygli sem Venni Páer úr samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á Skjá einum árið 2006. Vernharð er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni.
*Þorkell Ásgeir Jóhannsson, fyrrum flugstjóri hjá Mýflugi, sem sér um sjúkraflutninga í lofti, varar við því að bæjaryfirvöld á Akureyri heimili að reist verði háhýsabyggð á Oddeyri eins og áætlanir eru um. Þorkell segir að það geti haft alvarlegar afleiðingar að reisa háhýsi í flugbrautarstefnu Akureyrarflugvallar. Í grein sem Þorkell skrifar í blaðinu rekur hann tvö atvik er varðar flugöryggi og setur það í samhengi við fyrirhugaðar byggingar á Oddeyrinni.
*Ungu hjónin Guðrún Lilja Guðrúnardóttir og Brynjar Þór Vigfússon létu drauma sína rætast fyrir nokkrum árum og fluttust í sveit. Þau settust að á bænum Gilhaga í Öxarfirði en Brynjar er ættaður þaðan. Á haustdögum 2018 tóku hjónin við verkefni sem hafði verið í undirbúningi í tengslum við byggðaverkefnið Öxarfjörður í sókn. Verkefnið snerist um uppsetningu á spunaverksmiðju í Öxarfjarðarhéraði sem ynni úr ull af svæðinu. Rætt er ítarlega við hjónin í blaðinu.
*Búið er að fella niður leghálsskimanir á Akureyri um óákveðinn tíma vegna. Marta Kristín Jónsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segir í samtali við Vikublaðið að þetta sé verulega slæmt.
*Íris Fönn Gunnlaugsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna, Hulda Hafliðadóttir skrifar bakþankapistil og María Aðalsteinsdóttir heldur um Áskorendapennan.
Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.