Verðlaunaafhending í ritlistasamkeppninni Unglist 2016
Miðvikudaginn 30. nóvember verða úrslit kunngjörð í ritlistarsamkeppninni UNGSKÁLD 2016, þar sem ungt fólk á aldrinum 16-25 ára á Eyþingssvæðinu átti þess kost að senda inn texta og hljóta þrjú bestu verkin peningaverðlaun. Dagskráin fer fram á Amtsbókasafninu kl. 17 og eru allir velkomnir.
Dómnefndin, sem í sitja Birna Pétursdóttir fjölmiðlakona og leikstjóri, Arnar Már Arngrímsson rithöfundur og framhaldsskólanemi og rapparinn og listamaðurinn Kött Grá Pjé, hefur farið yfir öll verkin en alls bárust 45 textar í samkeppnina. Við athöfnina mun Arnar Már flytja stutta hugvekju, Kött Grá Pjé les upp úr nýútkominni bók sinni "Perurnar í íbúðinni minni" og nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri flytja tónlist. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kakó og jólsmákökur.
Þetta er í fjórða skipti sem samkeppnin er haldin en henni er verkefnastýrt af hálfu Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Hússins ungmenna- og möguleikamiðstöðar, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri. Það er Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra sem hefur styrkt verkefnið frá upphafi en einnig hefur Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Skáldahúsin á Akureyri komið að samkeppninni annarsvegar með bókagjöfum og hinsvegar með útgáfu á verðlaunaverkunum.