SúEllen á Græna hattinum
CCR bandið heldur tónleika á Græna hattinum föstudaginn 29. mars. Sveitin hefur það að aðalsmerki að heiðra Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra stærstu lög þeirra John Fogerty og félaga eins og Have You Ever Seen The Rain, Bad Moon Rising, Fortunate Son, Proud Mary og fl. CCR Bandið er skipað þeim Bigga Haralds söngur og gítar, Sigurgeiri Sigmunds gítar, pedal-steel gítar, lap-steel gítar, Bigga Nielsen trommur og Inga B. Óskars, bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
SúEllen heldur sína fyrstu tónleika á Akureyri í 5 ár er sveitin kemur fram á Græna hattinum laugardaginn 30. mars n.k. Sveitin hélt vel heppnaða tónleika í Bæjarbíói á dögunum og kom nýlega fram á stórtónleikum í Hörpu. Á tónleikunum á Græna hattinum leikur og syngur SúEllen sín allra þekktustu lög. Drengirnir segja sögu laganna og ýmislegt fleira óvænt verður á dagskrá. „Heyrst hefur að nýr sumarsmellur verði kynntur til sögunnar og munu þeir Jói dans og Gonni rokk kynna sérhannaðan dans við lagið. Þetta er dans sem allir ættu að ráða við burtséð frá hæfileikum, fótafimi eða dansmennt,“ segir um tónleikana.
SúEllen er eflaust ein þekktasta hljómsveit Austfjarða og þó víðar væri leitað. Hljómsveitin var vinælust á árunum 1987-1994 og átti þá marga smelli á vinsældarlistum. Má þar nefna lögin Símon, Elísa, Kona, Ferð án enda og Þessi nótt. SúEllen hefur aldrei hætt og spilar alltaf annað slagið við hátíðleg tækfæri. Sveitin gaf út safnplötuna „Ferð án enda“ árið 2003 og gaf út nýja plötu árið 2013, „Fram til fortíðar”. Platan fékk frábæra dóma og rötuðu lög af henni inn á vinsældarlista Rásar 2.
„Gæðapopp frá Austufjörðum er oft sagt og þeir félagar mun gera sitt allra besta til að koma því vel til skila á Græna hattinum. SúEllen spilaði mikið í Sjallanum á sínum sokkabandsárum og er búist við að gamlir Sjallaballar fjölmenni á hattinn Græna.“
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00