„Sjórinn togar alltaf í mig“

„Það hafa oft verið deilur sem hafa tekið á mig og gengið mjög nærri manni. Þetta voru átök við fólk…
„Það hafa oft verið deilur sem hafa tekið á mig og gengið mjög nærri manni. Þetta voru átök við fólk sem ég þekkti vel," segir Konráð sem er í ítarlegu viðtali í Vikudegi.

Konráð Alfreðsson er kominn af sjómannafjölskyldu og segir hafið ávallt hafa heillað sig. Eftir mörg ár á sjó tók hann við starfi formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar en ætlar nú að róa á önnur mið eftir áratuga starf. Hann útilokar ekki að fara aftur á sjóinn enda segir hann erfitt að slíta sig frá sjómennskunni.

Konráð gekk í gegnum erfiða tíma í fyrra er hann missti eiginkonu sína. Hann fann ástina á ný og segir lífið brosa við sér í dag.

Vikudagur spjallaði við Konráð um sjómennskuna, félagsstörfin, fjölskylduna,lífið og tilveruna, en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast