Sjaldséðar Andarnefjur vekja athygli á Dalvík

Andarnefjurnar hafa m.a. vakið athygli ferðamanna á Dalvík.
Andarnefjurnar hafa m.a. vakið athygli ferðamanna á Dalvík.

Fimm Andarnefjur eru mættar inn við höfnina á Dalvík en afar sjaldgæft er að Andarnefjur láti sjá sig þar um slóðir. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, segir að fróðir menn telji þetta jafnvel vera í fyrsta skipti sem slíkt gerist.

"Þær voru tignarlegar að sjá í morgunblíðunni og ferðamenn tóku andköf og áttu ekki til orð. Þær sáust fyrst fyrir utan hafnarmynnið í gær, fimmtudag en í dag hafa þær komið inn í höfnina nokkrum sinnum. Það er von okkar að þær dvelji hjá okkur í vikunni og steli síðan senunni á Fiskidaginn mikla eftir eina viku," segir Júlíus. 

Nýjast