Norðurorka veitti 54 verkefnum samfélagsstyrk

Styrkþegar og fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd/Auðunn Níelsson.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd/Auðunn Níelsson.

Norðurorka úthlutaði nýverið styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Alls bárust 100 umsóknir frá 87 aðilum. Flestar umsóknir bárust frá aðilum á starfssvæði Norðurorku sem nær frá Fjallabyggð til Þingeyjarsveitar en einnig komu nokkrar umsóknir annarsstaðar frá.

„Verkefnin voru fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum,“ segir á vef Norðurorku. Að þessu sinni hlutu 54 verkefni styrk og var heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna. 

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem fengu styrk. 

Nýjast