Ljósin kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi

Vegleg dagskrá verður á Ráðhústorgi á morgun klukkan 16  þegar sendiherra Dana á Íslandi, Mette Kjuel Nielsen, afhendir bæjarbúum jólatréð frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp og það verður í höndum hinnar danskættuðu Bryndísar Önnu Magnúsdóttur að kveikja ljósin á trénu. Að sjálfsögðu koma nokkrir jólasveinar af fjöllum ofan og þeir munu syngja með krökkunum ásamt Barnakór Akureyrar sem syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Í upphafi dagskrár spila meðlimir Lúðrasveitar Akureyrar jólalög undir stjórn Gert-Ott-Kuldpärg. 

Nýjast