Kveður lögreglustarfið
Daníel Guðjónsson stendur á tímamótum en hann hætti sem yfirlögregluþjónn á Akureyri fyrir viku síðan eftir að hafa gegnd stöðunni í 22 ár. Hann hóf störf sem lögreglumaður fyrir tæpum 38 árum og segist hafa fetað þá leið í lífinu fyrir algjöra tilviljun. Daníel kveðst hafa verið farsæll lögreglumaður og segist fara sáttur á eftirlaun. Hann varð afi í fyrsta sinn í fyrra og hyggst einbeita sér meira að afahlutverkinu í náinni framtíð.
Vikudagur heimsótti Daníel á lögreglustöðina en nálgast má ítarlegt viðtal í nýjasta tölublaði Vikudags.