KK á Græna hattinum í kvöld

KK mun spila sína helstu slagara á Græna hattinum í kvöld.
KK mun spila sína helstu slagara á Græna hattinum í kvöld.

Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld, föstudag. KK er með þekktustu tónlistarmönnum landsins, hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann samdi t.a.m. tónlistina við leikrit John Steinbecks, Þrúgur Reiðinnar, og Fjölskylduna sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleihúsinu. Á s.l. ári var hann með sýningu í Borgarleikhúsinu, Vegbúar, sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrði en sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna.

„Græni Hatturinn á Akureyri er einn af uppáhalds tónleikastöðum KK á landinu og því er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá hann hingað norður,“ segir ennfremur í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00

 

 

Nýjast