20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Jeff Who snýr aftur á Græna hattinn
Hljómsveitin Jeff Who heldur tónleika á Græna hattinum föstudagskvöldið 21. september. Sveitin er flestum kunn en Jeff Who gerðu garðinn frægan fyrr á þessari öld. Sveitin var talin eitt allra hressasta rokkband landsins og þeirra vinsælasta lag, Barfly, naut gríðarlegra vinsælda og gerir enn.
Eftir nokkuð langan dvala hafa drengirnir ákveðið að rifja upp góða tíma og ætla að blása til tvenna tónleika í haust. Auk tónleika á Græna hattinum koma þeir fram í Bæjarbíói Hafnarfirði. Hljómsveitin á dygga aðdáendur sem hafa beðið lengi eftir að berja sveitina aftur augum. „Meðlimir Jeff Who eru gríðarlegar spenntir að spila saman á ný og lofa mikilli og góðri stemningu,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir á föstudagskvöldið hefjast kl. 22.00.
Bubbi og Dimma
Á laugardagskvöldinu 22. september eru það Bubbi og Dimma sem stíga á svið á Græna hattinum. Síðsumars og fram á haustið munu Bubbi og Dimma endurvekja kynnin og koma fram á nokkrum vel völdum stöðum á landinu. Talsvert er síðan þeir spiluðu saman en það var í Háskólabíói 2016. Þá fluttu þeir hluta af EGÓ lögunum og sló það svo sannarlega í gegn. Að þessu sinni munu þeir flytja rjómann af þvi sem þeir hafa spilað saman undanfarin ár úr katalóg Bubba. Tónleikarnir hefjast kl.22.00.