Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á …
Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Næstkomandi laugardag, 5. apríl, kl. 11-12, býður Þuríður Helga Kristjánsdótttir, jóga- og núvitundarkennari, þátttakendum að stíga út úr amstri dagsins, upplifa Listasafnið á nýjan og meðvitaðri hátt og njóta samveru í skapandi og rólegu umhverfi. Gestir fá jafnframt tíma til að skoða safnið í rólegheitum, taka inn umhverfið og tengjast því sem fyrir augu ber í gegnum leidda íhugun og núvitund. Núvitund er dýrmæt færni sem börn og fullorðnir geta nýtt sér, en hún styður okkur í að tengjast umhverfi af athygli og njóta augnabliksins.

Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 heldur Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, samverustund fyrir börn og fjölskyldur, þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi.

„Við byrjum á að setjast á jógadýnu, koma inn á við, loka augunum og anda rólega,“ segir Arnbjörg Kristín um samverustundina. „Í kjölfarið gerum við jógastöður og teygjum á. Að því loknu verður farið í ævintýraleiðangur í núvitund um Listasafnið og litir, form og útlínur skoðuð til að þroska skynjun og eftirtekt. Þátttakendur eru í kjölfarið hvattir til að túlka verkin með eigin orðum ásamt því að bregða á leik í tengslum við verkin. Í lokin verður svo slakað á við vel valda tóna úr ýmsum hljóðfærum í kyrrlátu andrými Listasafnsins.“

Ekkert þátttökugjald er á viðburðina en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar. Dagskrá Listasafnsins á Barnamenningarhátíð má sjá á listak.is og samfélagsmiðlum.

Nýjast