HM í máli og myndum
Bókin „Ævintýri í Austurvegi-Strákarnir okkar á HM í Rússlandi“ kom út á dögunum en það er blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson sem skrifaði bókina. Í bókinni eru um 200 ljósmyndir, þar af 170 sem Skapti tók sjálfur en hann fylgdi liðinu eftir í Rússlandi í sumar.
„Um leið og Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi í fyrrahaust var ég staðráðinn í að upplifa þessa sögulegu keppni og gera bók um þátttöku Íslands. Mér fannst mikilvægt ef Ísland færi á HM að allt sem skipti máli varðandi það ævintýri yrði til á einum stað í fallegri bók,“ segir Skapti um hugmyndina að bókinni.
Skapti segir dvölina í Rússlandi hafa verið svipaða og hann var vanur úr ótal vinnuferðum með íþróttamönnum í gegnum árin fyrir Morgunblaðið þar sem hann starfaði í um 40 ár; einkenndist af mikilli vinnu alla daga.
Nánar er rætt við Skapta og fjallað um bókina í prentútgáfu blaðsins.