20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hleður batteríin á haustin
„Afi minn sagði alltaf um mig að ég yrði að prófa allt og hafa eitthvað fyrir stafni. Það lýsir mér ágætlega,“ segir Júlíus.
Athafnamaðurinn Júlíus Júlíusson, gjarnan kenndur við Fiskidaginn mikla, hefur yfirleitt nóg á sinni könnu enda framkvæmdaglaður maður með eindæmum. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla frá upphafi, skrifað handrit og bækur og fengist við andleg málefni svo eitthvað sé nefnt.
Júlíus tekur sér sjaldan sumarfríi á sumrin enda háannatími í hans vinnu en á móti notar hann haustdagana til hlaða batteríin. Vikudagur sló á þráðinn yfir til Dalvíkur og spjallaði við Júlíus en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.