Hlaupin nærandi fyrir líkama og sál
„Hlaup eru dásamleg íþrótt sem hægt er að stunda nánast hvar sem er,“ segir Anna Berglind sem er nærmynd í nýjasta tölublaði Vikudags.
Anna Berglind Pálmadóttir bætti sitt persónulega met í götumaraþoni í Lissabon í Portúgal á dögunum. Hún hljóp maraþonið á 3:04:13, sem er langbesti tími íslenskra kvenna á árinu. Í Lissabon-maraþoninu var hún í fyrsta sæti í sínum aldursflokki, 35-39 ára, og í 10. sæti allra kvenna í hlaupinu.
Vikudagur fékk hlaupakonuna öflugu í nærmynd en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.