Helena Eyjólfs á Græna hattinum í kvöld
Söngkonan ástsæla Helena Eyjólfsdóttir verður með sína fystu útgáfutónleika á Græna hattinum í kvöld, föstudag. Þar mun Helena flytja lög af nýjum sólódiski sínum sem ber nafnið „Helena“ og kom út fyrir síðustu jól. Auk þess mun hún flytja þekkt lög sem hafa fylgt henni í gegn um árin.
Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og hljómsveitina skipa þeir Karl Olgeirsson á píanó og hljómborð, Stefán Már Magnússon á gítar, Sigurður Flosason á saxófón og slagverk, Jón Rafnsson á bassa og Benedikt Brynleifsson á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.