Gutti og Selma og ævintýrabókin í Hofi

Sýningin fer fram í Hofi sunnudaginn 7. október.
Sýningin fer fram í Hofi sunnudaginn 7. október.

Leikhópurinn Ævintýrahúsið flytur verkið Gutti & Selma og ævintýrabókin í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 7. október en sýningin er fyrir öll börn á aldrinum 3-10 ára. Viðburðurinn er hluti af Barnamorgnum í Hofi sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Guðjónsson og aðstoðarleikstjóri Jokka Birnudóttir.

Gutti & Selma og ævintýrabókin er lífleg sýning með þekktri tónlist eins og til dæmis; Lagið um það sem er bannað, Guttavísur, Skýin, Söngur dýranna í Týrol. Norðurorka er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. Ekkert þátttökugjald er á Barnamorgnum.

 

Nýjast